Vöðvabólgu- og slökunarnudd |
|
Vöðvabólgu og slökunarnudd, Klassískt nudd kemur hreyfingu a blóð-og sogæðavökva. Ásamt mýkingu vöðva kemur það hreyfingu á losun úrgangsefna úr líkamanum, það þýðir aftur á móti að vöðvar og aðrir vefir líkamans hafa greiðan aðgang að næringarefnum sem þeir nota sér til viðhalds og vaxtar. Klassískt nudd á vel við þegar nuddþegi vill fá frískandi nudd og kvartar undan þreytu og þreytuverkjum í líkamanum, svo sem einhæfar hreyfingar við vinnu. Í bland við viðbragðspunktameðferð er klassískt nudd áhrifaríkt við ýmsum vöðvabólgueinkennum og sú aðferð sem fólk þekkir best undir hugtakinu nudd.