Þjónusta


Ilmkjarnaolíumeðferð
 
Ilmkjarnaolíur má nota sem íblöndunarolíur út í nuddolíur. Þær eru áhrifaríkar með öllum nuddtegundum, einnig má nota þær við innöndun, í bað, í grisju og beint a húð.

Ilmkjarnaolíur eru í raun ekki olíur heldur hreinir ilmkjarnar jurta fengnir með pressu eða eimingu. Þetta er mjög samþjappað efni sem sjaldan er notað óþynnt.

Notkun jurta til lækninga á rætur sínar að rekja til elstu lækningaaðferða mannkyns. Egyptar notuðu jurtir (3000 árum fyrir krist) til lækninga og snyrtivörugerðar einnig smurðu þeir þá dauðu. Forngrikkir öðluðust sína þekkingu frá Egyptum en þeir uppgötvuðu sjálfir til dæmis að ákveðnar jurtir örvuðu og endurnærðu, meðan aðrar jurtir virkuðu róandi og slakandi. Á 17. Öld í upphafi prentlistar komu strax fram rit um jurtir og þeir sem voru á annað borð lærðir gatu orðið sér út um þekkingu á jurtum. En það var ekki fyrr en á 20. öldinni sem menn fóru að tengja ilmkjarnaolíur við nudd.

Lækningamáttur ilmkjarnaolía er meðal annars:

Sótthreinsandi.

Vinnur gegn veirum .

Vinna gegn og á bólgum.

Koma í veg fyrir sýkingar.

Auka jafnvægi.

Minnka streitu.

Örva.

Fjörga.

Hafa áhrif á hormónakerfið.

Efla ónæmiskerfið almennt.

Og svo framvegis.
 
til baka

 

 

Engjavegi 6, 104 Reykjavík,
bókanir í síma 8939244
nuddstofa@nuddstofa.is