Þjónusta


Svæðanudd
 
Svæðanudd, Svæðanudd er gömul meðhöndlunar aðferð sem hefur verið notuð í mörg þúsund ár upphaflega í austurlöndum og hjá indíánum í norðurhluta Ameríku. Í upphafi tuttugustu aldarinnar komu fyrstu ritin út um svæðanudd. Svæðanudd náði fótfestu í Bandaríkjunum rett fyrir seinna stríð og hefur breiðst út um hinn vestræna heim og er orðin mjög útbreidd meðhöndlunaaraðferð.

Í svæðanuddi er að mestu leyti nuddaðir fætur og undir iljum, þumalfingri er þrýst á tiltekin viðbragðssvæði, punkta og taugaenda. Þessir punktar tengjast ákveðnum líkamssvæðum og líffærum , þannig með því að þrýsta á svæðin á fætinum næst svörun um allan líkamann....

Svæðanudd stuðlar að endurnýjun lífsþróttar og eflir sjálfshjálparhæfni líkamans. Svæðanudd stendur yfirleitt yfir í um það bil eina klukkustund, tími milli meðhöndlunar getur verið þrír dagar en venjulega líður ein vika á milli.
Svæðanudd má einnig nota með öðrum nuddtegundum með góðum árangri, þá sem hluti af nuddinu.
 
til baka

 

 

Engjavegi 6, 104 Reykjavík,
bókanir í síma 8939244
nuddstofa@nuddstofa.is